Velkomin á heimasíðu Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Hér getur þú kynnt þér starfssemi okkar og nálgast upplýsingar um komudaga og gjaldskrár.
Einangrunarstöðin í Reykjanesbæ er rekin með velferð dýrana í fyrsta sæti og er staðsett í Höfnum, aðeins 15mín frá Keflavíkur flugvelli, svo stuttu eftir að dýrin eru lent á Íslandi eftir langt ferðalag þá eru þau komin inn á stöð hjá okkur.
Hjá okkur fá þau góða ummönun og hugsa starfsmenn okkar um dýrin eins og þau væru þeirra eigin gæludýr. Leikið er við dýrin, knúsað og klappað oft á dag , þau hafa útvarpið á hjá sér yfir daginn og höfð er ró yfir nóttina. Við erum heppin með starfsfólk sem hefur verið í hunda og katta heiminum í mörg ár og eru fagmenn í sínum störfum.
Við fengum það í gegn eftir margra ára bið að nota hlaupabretti fyrir hunda og jafnvægis bolta hjá okkur og er starfsmaður hjá okkur menntaður í sjúkraþjálfun gæludýra og hefur hlotið kennslu í að vinna rétt með brettið. Öll dýr eiga sama rétt á að nýta sér brettið hjá okkur. Hlaupabrettið hentar ekki öllum hundum og vinnum við með þeim í góðu, ef brettið hentar ekki þá finnum við upp á annari afþreyingu sem dýrið hefur gaman af.
Hjá okkur er starfsmaður sem hefur mikla þekkingu og margra ára reynslu af feldhirðu hunda og katta.
Dýralæknir stöðvarinar er hann Björgvin Þórisson sem vinnur vel með dýrunum "okkar" inná stöð og er hann alltaf til taks fyrir stöðina og eigum við langt og gott samstarf með honum.
Eigendum er velkomið að hafa samband við starfsmenn í gegnum síma og tölvupóst eins oft og þeir vilja á meðan dvöl stendur til að fá upplýsingar um sín dýr .
Eftirlitsmyndavélar hafa verið inn á stöðini í nokkur ár og fylgjast starfsmenn vel með.
Kveðja, Starfsfólk Einangrunarstöðvarinar í Höfnum