Feldhirða og fóðrunFeldhirða dýra inn á einangrunarstöð.
Einangrunarstöðin er ekki snyrtistofa en við erum með starfsmann sem hefur séð um feldhirðu dýra í um 20 ár. Við innkomu er skráð niður ástand dýrs við komuna inn á stöðina. Innifalið í verði er almenn feldhiðra. Almenn feldhiðra innifelur að bursta flókalaust dýr og halda því flókalausu á meðan einangrun stendur. Ekki er boðið uppá flókagreiðslu á dýrum sem koma flækt til landsins . Ef dýr kemur inn flækt þá verður eigandi að senda inn skriflegt leyfi um að dýrið sé rakað niður gegn auka gjaldi sem er 5.500kr- Við notum hágæðavörur frá Chris Christiansen (sjampó fyrir venjulegar feldgerðar, næring og sprey). Ef eigandi óskar eftir að sérstakar feldvörur ( annað sjampó/næring sem við bjóðum ekki upp á, pakkar og fl. ) séu notaðar í feldinn þá skal eigandi senda okkur tölvupóst áður en dýrið kemur til landsins með upplýsingar um vörurnar sem hann skaffar sjálfur og koma þeim til okkar áður en dýrið kemur inn á stöð. ATH það sem kemur inn á stöð má ekki fara út af stöðini aftur. Hringja þarf með fyrirvara til að koma vörunum til okkar. Fóðrun dýra inn á einangrunarstöð.
Við innkomu skráir dýralæknir niður líkamlegt ástand dýrs við innkomu. Ekki er boðið upp á að megra dýr inn á einangrunarstöð. Ef dýr kemur inn horað þá er ástandið metið af dýralækni stöðvarinar og fóðrun ákveðin af dýralækni ,starfsmönnum og eigendum dýrs. Innifalið í verði er hágæða þurrfóður frá Uniq. Dýr eru fóðruð 2x á dag og fylgst er vel með skammtastærð og þyngd dýra. Einnig erum við með Royal Canin junior fyrir þá sem óska eftir því. Við erum með hágæða þurrfóður fyrir ketti sem heitir Nordic gold og eigum einnig til blautfóður. Við erum einnig með bein og dót fyrir öll dýr sem eru hjá okkur. Óski eigandi eftir að dýrið sé á sérstöku fóðri þá skal eigandi láta okkur vita skriflega með tölvupósti viku áður en dýrið kemur til landsins. Óski eigandi eftir að dýrið sé á sjúkrafóðri þá skal eigandi skaffa fóðrið sjálfur og koma því til okkar áður en dýrið kemur til landsins, verð sjúkrafóðurs er ekki dregið frá gjaldskrá. ATH fóður sem kemur inn á stöðina má ekki fara út aftur, svo ef eigandi skaffar sjúkrafóður þá mælum við með að senda inn réttan skammt en ekki vera að senda inn meira en hundurinn þarf. Hafa skal samband með fyrirvara til að koma fóðrinu til okkar. |
|