Bókun á plássi: Allar bókanir fara í gegnum e-mail. Engum plássum er lofað í gegnum síma.
Aðeins einn starfsmaður sér um bókanir og biðlista og svarar sá starfsmaður spurningum á [email protected] , starfsmaður á símatíma svarar ekki fyrir bókanir/biðlista .
Til að bóka pláss í einangrun þarf að senda okkur e-mail á [email protected] til að fá upplýsingar hvort það sé laust pláss í þeim mánuði sem þú ætlar að flytja inn dýrið.
Til að bóka pláss þá þarf að senda inn allar þessar upplýsingar á [email protected] : 1. Nafn dýrs 2. Tegund 3. Frá hvaða landi dýrið er að koma 4. Nafn eiganda 5. e-mail 6. Símanúmer 7. Í hvaða mánuði dýrið á að koma. - Samþykktar dagsettningar eru á síðuni Innkomur á heimasíðuni okkar. 8. ATH - Greiðslukvittun skal fylgja með í sama tölvupósti sem viðhengi. Ekki er tekið frá pláss og bókun telst ekki gild nema greiðslukvittun fylgi með bókun. 9. Afbóka þarf með mánaðar fyrirvara ef færa á staðfestingargjald yfir í annað holl. - Engar undanþágur gefnar. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. 10. Ganga skal frá greiðslu ekki seinna en viku eftir innkomu. Greiðsluseðill er sendur á skráðan eiganda á MAST pappírunum, ef eigandi vill greiða með korti eða vísa láni þá skal hann láta vita ekki seinna en viku fyrir innkomu. Ef ekki er látið vita þá fellur gjald á niðurfellingu greiðsluseðils á skráðann eiganda.
* Eigendum er velkomið að hafa samband bæði í gegnum síma og tölvupóst eins oft og þeir vilja til að heira hvernig gengur með þeirra dýr :)
* Panta þarf pláss með góðum fyrirvara og greiða skal staðfestingargjald svo að bókun teljist gild. Staðfestingargjaldið er 50.000 krónur fyrir hvert dýr. Þessi upphæð dregst síðan frá heildarkostnaði. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt . Greiðslukvittun sendist á [email protected] Reikningsnúmer: 542-26-406231 , kt. 420817-2310 . Nafn dýrs er sett í skýringu greiðslu. ATH- Gjald fyrir Innfluttningsleyfi hjá MAST er EKKI staðfestingargjald hjá Einangrunarstöðinni.
* Hægt er að hafa samband við okkur í síma 421-6949 · GSM 893-6949 á símatíma sem er alla virka daga frá 10:00 – 17:00 e-mail: [email protected]
* Frá og með 1.1.2019 : Ef pláss er afbókað og ekki tekst að fylla í plássið sem viðkomandi dýr átti bókað þá mun viðskiptavinur vera rukkaður um fullt gjald.
Ferðabúrið: * Allt sem kemur inn með dýrunum í ferðabúrunum þarf að farga svo við viljum biðja eigendur um að senda dýrin aðeins með teppi/mottur í ferðabúrunum sem þeim er sama um. * Taubúrum og trébúrum þarf að farga. *Ólum og taumum þarf að farga.
* Leyfilegur komutími dýra er á milli kl. 05:00 og 17:00 á fyrirfram ákveðnum komudögum.