Skráning í gagnagrunn Dýraauðkennis ( fyrir þau dýr sem eru ekki örmerkt á Íslandi) : 2000 kr Í nýrri reglugerð kemur fram að þau dýr sem flutt eru inn og örmerkt í öðrum löndum skuli vera skráð í gagnagrunn Dýraauðkennis áður en þau eru útskráð úr einangrunarstöð. Skráningargjaldið er eftir verðskrá www.dyraaudkenni.is og bætast þessar 2000 kr inn í heildarverðið. ATH. dýrið fær ekki nýtt örmerki í Einangrun heldur er örmerkið sem dýrið er með skráð í dýraauðkenni.
Verðskrá getur tekið breytingum.
Innifalið í okkar verðskrá er flutningur frá flugvelli, fæði, húsnæði, þrif, almenn umhirða, feldhirða, auk rannsókna og reglubundnu eftirliti dýralæknis á meðan dvölinni stendur.
Flókagreiðsla fellur ekki undir almenna feldhirðu. Ekki er boðið upp á flókagreiðslu ef gæludýr koma mikið flækt inn til landsins, við getum boðið upp á rakstur en ekki er boðið upp á flókagreiðslu.
Panta þarf pláss með góðum fyrirvara og greiða skal staðfestingargjald svo að bókun teljist gild. Staðfestingargjaldið er 50.000 krónur fyrir hvert dýr. Þessi upphæð dregst frá heildarverðinu þegar restin af gjaldinu er greitt :
Heildarverð hunda með skráningargjaldi í dýraauðkenni er 222.000 kr. 50.000kr greiðist við bókun á plássi og 172.000kr eftir að dýrið kemur til landsins.
Heildarverð fyrir kött með skráningargjaldi í dýraauðkenni er 102.000kr . 50.000kr greiðist við bókun á plássi og 52.000kr eftir að dýrið kemur til landsins. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Greiðslukvittun sendist á [email protected]ATH- Gjald fyrir Innfluttningsleyfi hjá MAST er EKKI staðfestingargjald hjá Einangrunarstöðinni.
Í tilvikum þegar um er að ræða viðbótarkostnað sem fellur til vegna einstakra dýra s.s. ef kalla þarf á dýralækni sérstaklega vegna veikinda dýrs eða ef nauðsynlegt reynist að taka aukalega sýni til rannsókna eða meðhöndla þarf dýr aukalega greiðir eigandi viðkomandi dýrs slíkan kostnað við uppgjör.
Greiðsla fer fram ekki seinna en 7 dögum eftir komu dýrs nema að um annað hafi verið samið. Eining bjóðum við uppá VISA og EURO lán. Hringja þarf inn kortaupplýsingar í síma 893-6949 til að ganga frá láni.
Reikningsnúmer: 542-26-406231, kt. 420817-2310 SWIFT: GLITISRE / IBAN: IS240542264062314208172310
Greiðsluseðill er sendur í gegnum einkabanka á skráða kennitölu eiganda á innfluttningspappírum, ef óskað er að fá greiðsluseðil sendan á aðra kennitölu eða greiða skal með korti/láni þá skal innflytjandi láta starfsmenn vita með tölvupósti ekki seinna en viku fyrir innfluttning.
Tollafgreiðsla
Tollafgreiða þarf dýrin áður en þau fara heim úr einangrun. Hafi eigandi átt dýrið skemur en 12 mánuði ber honum að greiða virðisaukaskatt af kaupverði dýrsins við innflutning. Innflytjendum er skylt að leggja fram tollskýrslu hjá tollstjóra, þ.á.m. vörureikning þar sem fram koma upplýsingar um nöfn og heimili seljanda og kaupanda; útgáfustað- og dag; hvenær sala fór fram og greiðsluskilmála. Þar sem um er að ræða lifandi dýr er gefinn 14 daga greiðslufrestur frá komu dýrsins til landsins. Ef innflytjandi er að flytja til landsins þarf að sýna sönnun þess og breyta heimilisfangi hjá Þjóðskrá.
Rekstraraðila einangrunarstöðvar er ekki heimilt að afhenda dýr úr einangrun fyrr en virðisauki hefur verið greiddur.
Ef óskað er eftir tollafgreiðslu vinsamlegast hafið samband við Miðlun hjá Icelandair Cargo ehf. en netfangið er [email protected]. Miðlun mun senda innflytjanda skuldfærslu að tollafgreiðslu lokinni sem sýnt er við afhendingu dýranna.